Grease

Um viðburðinn

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Vesturlands setur upp hinn sívinsæla söngleik GREASE á stóra sviði Bíóhallarinnar á Akranesi. Allir þekkja ástarsöguna af Danny og Sandy sem að hittast óvænt í Rydell skólanum eftir sjóðheitt ástarævintýri á ströndinni. Þetta er eitthvað sem enginn má láta fram hjá sér fara, hvað er betra en að starta sumrinu með smá sumarást. 

Leikstjórn: Hallgrímur Ólafsson
Tónlistarstjórn: Birgir Þórisson
Danshöfundur: Emilía Ottesen 

Það er alltaf veður fyrir leður, sjáumst í Bíóhöllinni Akranesi.