Moulin Rouge

Um viðburðinn

Dömur mínar og herrar þetta árið ætlar Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja að kynna ykkur fyrir Moulin Rouge!

Kristian er rithöfundur, ástfanginn af ástinni og kominn á nýjar slóðir þar sem hann ætlar að skrifa um sannleikann, fegurðina, frelsið og það sem hann trúir hvað mest á, ástina. Hann hefur samt aldrei upplifað ástina. 

Það líður ekki á löngu þar til hann kynnist leyndardómum Moulin Rouge, næturklúbbi og vændishúsi, þar sem Harold Zidler ræður ríkjum. Kristian verður ástfanginn af Satin, einni af fylgdarmeyjum Zidlers. Henni er hins vegar skipað að elska annan og merkari mann. 

Mikið gengur á í Moulin Rouge, þar er mikill hasar og mikið fjör. Fá Kristian og Satin að vera saman? Eða gerist eitthvað annað sem engum hefði órað fyrir? 

Það er bara ein leið að komast að því...

Leikstýra er Gunnella Hólmarsdóttir.
Danshöfundur er Helga Ásta Ólafsdóttir.
Tónlistin er í höndum Viktors Atla Gunnarssonar.
Leikmynd: Ellert Björn Ómarsson
Lýsing: Vignir Hreinsson