Sirkus Íslands Reykjavík

Um viðburðinn

Sirkus Íslands ferðast um landið í sumar og verður á Klambratúni í Reykjavík 9.-12 júlí og 7.-23. ágúst. Í Reykjavík sýnir sirkusinn þrjár mismunandi sýningar: Fjölskyldusýninguna Heima er best, krakkasýninguna S.I.R.K.U.S. og fullorðinskabarettinn Skinnsemi.  Sirkusinn sýnir í sirkustjaldinu Jöklu sem verður tjaldað á Klambratúni. Hér fyrir neðan eru nánari upplýsingar um hverja sýningu fyrir sig.

SIRKUS ISLANDS from Jeaneen Lund on Vimeo.


Heima er best

Heima er best er alíslensk sirkusskemmtun þar sem öll fjölskyldan nýtur þess að horfa á ótrúlega leikni listamanna Sirkus Íslands. Sýningin er tveir tímar með kortérs hléi og hentar öllum frá 5 ára aldri og þolinmóðum yngri krökkum. Grippl, húlla, loftfimleikar, einhjólalistir og svo margt fleira er sett saman svo úr verður sannkölluð sirkusupplifun, með öllu sem tilheyrir sirkustöfrunum. Öll tónlistin sem notast er við í sýningunni er íslensk svo útkoman er heimaræktaður íslenskur sirkus af bestu gerð. Heima er best er fjórða og stærsta fjölskyldusýning Sirkus Íslands og sú fyrsta sem sniðin er fyrir og sett upp í alvöru sirkustjaldi.

Ég hló, klappaði saman lófunum, stappaði niður fótunum, ruggaði mér í lendunum og tók andköf af spennu og hrifningu á Sirkus Íslands í gær. Ég vissi ekkert hverju ég átti von á - en þetta er brilliant stöff fyrir alla fjölskylduna. - Páll Óskar Hjálmtýsson

Það er bersýnilegt að þessi sýning hefur verið æfð í þaula og er drifin áfram af ástríðu og mikilli ást á sirkusforminu. Flott og kraftmikil sýning sem hrífur áhorfendur.  
**** Lilja Katrín, Fréttablaðinu 

Miðaverð: 3500 krónur. Börn undir þriggja ára aldri fá ókeypis inn ef þau sitja í fangi foreldra/forráðamanna. Börn yngri en 10 ára verða að vera í fylgd einstaklings sem er 15 ára eða eldri.


S.I.R.K.U.S.

S.I.R.K.U.S. sýningin er fyrir yngstu áhorfendurna, en þó ekki á kostnað eldri áhorfenda. Hún er klukkutími og er miðuð við þriggja til tíu ára. Hún er styttri en Heima er best og er hugljúf, stutt og í henni er örlítill söguþráður. Sýningin er frábær kynning á sirkuslistum fyrir unga áhorfendur. Ýmsar litríkar persónur sem börnin þekkja geta birst á sviðinu og jafnvel tekist á loft – og bófi reynir að stela senunni. Sýningin er skemmtilegt samkrull sirkusatriða úr öllum áttum svo úr verður ógleymanleg skemmtun. 

Ég hef aldrei séð börnin mín hlæja svona mikið. - Hörður Ágústsson

Frábær sýning, ótrúleg atriði. En ljónið var maður í búning. - Bára Björk Jóelsdóttir, 4 ára.

Miðaverð: 3000 krónur. Börn undir þriggja ára aldri fá ókeypis inn ef þau sitja í fangi foreldra/forráðamanna. Börn yngri en 10 ára verða að vera í fylgd einstaklins sem er 15 ára eða eldri.

Skinnsemi

Skinnsemi er kabarettsýning fyrir fullorðna með sirkusívafi. Sýningin er ekki fyrir viðkvæma - en er sannarlega fyrir víðsýna. Sýningin er bönnuð innan 18 ára og hefur sirkusinn vínveitingaleyfi á þessum sýningum. Innblástur er sóttur í burlesque- og vaudeville-sýningar þriðja og fjórða áratugarins, en formið var endurvakið á tíunda áratugnum í Bandaríkjunum. Loftfimleikar, eldur, jafnvægislistir, fjaðrir, tónlistaratriði, lista- og lostamenn, húllahringir, trúðslæti.... og allt fullorðins. Mismunandi gestalistamenn verða með á hverjum stað, svo sýningarnar eru ekki eins frá einum stað til annars.

Kabarettinn er fágaður og fullorðins, hann inniheldur húmor, hamagang og passlegan skammt af nekt.
- Ragnheiður Eiríksdóttir, pressan.is

Sirkus Islands was definitely one of the highlights of our trip — if not the highlight. Despite the fact that we didn’t understand Icelandic, it was easy to follow along and enjoy the physical comedy in Skinnsemi. Absolutely recommended.
- Savvygirltravel.com

Klassískum sirkus atriðum er blandað saman við grófan fullorðinshúmor og neðanbeltisbrandara. Sýningin er gott dæmi um hugmyndaauðgi þeirra listamanna sem að sýningunni standa.  **** -Símon Birgisson, DV

This show is the sexiest, craziest, most random sh*t I've ever seen.
- Ronnie, aka The Animal, Burnt Out Punks

Miðaverð: 4000 krónur. Sýningin er bönnuð innan 18 ára. Athugið að í sýningunni gætu verið neðanbeltisbrandarar og nekt sem gætu farið fyrir brjóstið á einhverjum. Myndatökur eru bannaðar.


Hægt er að sæka miðana í miðasölu sirkusins við tjaldið á Klambratúni áður en sýning hefst.