Þórbergur

Um viðburðinn

Nýtt leikverk um Þórberg Þórðarson, einn af ástsælustu rithöfundum þjóðarinnar.

„Ég ætlaði aldrei að verða neitt ... Ég veit ekki til þess, að ég hafi nokkurn tíma orðið neitt. Samt er ég orðinn 69 ára gamall. Mér hefur ekki einu sinni tekist að safna ístru.” – Þórbergur Þórðarson

Þórbergur er ný íslensk leikgerð um einn ástsælasta rithöfund þjóðarinnar, Þórberg Þórðarson  Hún er að unnin upp úr viðtalsbókinni, Í kompaníi við allífið og Bréfi til Sólu ásamt fleiri bókum.

Skyggnst er inn í umskiptingastofuna hjá Þórbergi og Margréti, ungur maður tekur hús á skáldinu, ferðast með honum í gegnum tíma og rúm.  Þórbergur fræðir hann um allífið og tilveruna en undir niðri leynist djúpstæður harmur.

Leikendur: Birna Rún Eiríksdóttir, Friðrik Friðriksson, María Heba Þorkelsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson
Leikstjóri: Edda Björg Eyjólfsdóttir
Leikmyndahönnuður: Stígur Steinþórsson
Búningahönnuður: María Th. Ólafsdóttir
Tónlist og hljóðmynd : Stefán Már Magnússon
Ljósahönnuður: Kjartan Darri Kristjánsson
Verkefnastjóri: Davíð Freyr Þórunnarson
Ljósmyndari og myndvinnsla: Egill Gunnlaugsson 

Sætaskipan