Þórbergur

Um viðburðinn

Nýtt leikverk um Þórberg Þórðarson, einn af ástsælustu rithöfundum þjóðarinnar.

„Ég ætlaði aldrei að verða neitt … Ég veit ekki til þess, að ég hafi nokkurn tíma orðið neitt. Samt er ég orðinn 69 ára gamall. Mér hefur ekki einu sinni tekist að safna ístru.” – Þórbergur Þórðarson

Þórbergur er ný íslensk leikgerð um einn ástsælasta rithöfund þjóðarinnar, Þórberg Þórðarson Hún er að unnin upp úr viðtalsbókinni, Í kompaníi við allífið og Bréfi til Sólu ásamt fleiri bókum.

Skyggnst er inn í umskiptingastofuna hjá Þórbergi og Margréti, ungur maður tekur hús á skáldinu, ferðast með honum í gegnum tíma og rúm. Þórbergur fræðir hann um allífið og tilveruna en undir niðri leynist djúpstæður harmur.

Leikstjóri: Edda Björg Eyjólfsdóttir
Leikendur: Birna Rún Eiríksdóttir, Friðrik Friðriksson, María Heba Þorkelsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson.
Leikgerð: Leikhópurinn sem naut aðstoðar og visku rithöfundarins Péturs
Gunnarssonar við mótun leikgerðar.
Leikmynd: Stígur Steinþórsson og Bjarni Þór Sigurbjörnsson
Búningar: María Th.Ólafsdóttir
Hár og förðun: Fía Ólafsdóttir
Lýsing: Kjartan Darri Kristánsson
Tónlistarval og hljóðmynd: Stefán Már Magnússon
Píanóleikur: Karl Olgeir Olgeirsson
Gítarleikur : Stefán Már Magnússon
Leikur á sög: Frank Aarnink
Leiklestur á upptöku, Jón Hjartarson
Hönnun veggspjalds og leikskrár: Kría Benediktsdóttir
Ljósmyndir fyrir veggspjöld og leikskrá: Hörður Sveinsson