Hetjan

Um viðburðinn

Hetjan er nýtt íslenskt leikverk sem fjallar um átta bekkjarfélaga og þeirra líf í miðju stríði. Við sjáum bekkinn og þeirra líf frá fjórtán ára aldri og þar til þau eru fullorðinog sjáum hvernig þeirra draumar og þrár þróast með ofbeldi allt í kringum þau.

Hetjan er ádeila á stríðsáróður en á sama tíma er þetta hugljúf þroskasaga átta ungmenna sem eru að reyna að fóta sig í aðstæðum sem þau fæddust inn í og hafa enga stjórn á. Ástir, vinátta og erfiðleikar unglingsáranna litast af yfirvofandi herskyldu og stöðugum fréttum af hinum ógnvænlegu hundsmönnum.

Leikhópurinn, sem er á aldrinum 14-26 ára, túlkar líf og drauma persónana á einstakan hátt, og vinna saman til að skapa þennan heim þar sem hættan er alltaf handan við hornið, en lífið heldur þó áfram.

Höfundur verksins er Anna Íris Pétursdóttir, nýútskrifuð sviðslistakona frá Rose Bruford skólanum í Englandi. Þetta er þriðja verk hennar sem sett verður upp á Íslandi. Hugmyndin að verkinu kviknaði á friðarþingi skáta 2012, þegar höfundur fékk tækifæri til að kynnast ungmennum frá hinum ýmsu löndum og bera saman skoðanir þeirra á stríði, ástæðum þess og skaðsemi.

Verkið er unnið í samstarfi við Leikfélagið Óríon, sjálfstætt starfandi leikfélag sem hefur verið virkt frá 2012, og hefur verið meðlimur í BÍL síðan 2014.

Verkið verður sýnt í Bæjarbíó Hafnarfirði

Miðaverð er 2500 krónur

HÓPATILBOÐ: 2000 krónur ef pantað er fyrir 5 eða fleiri saman. Hægt er að senda tölvupóst á midi@midi.is til þess að nýta sér þetta tilboð.

3. Mars 2017 kl 20:00
4. Mars 2017 kl 20:00
9. Mars 2017 kl 20:00
10. Mars 2017 kl 20:00

Leikarar:

Birkir Sigurjónsson: Folke
Birna Guðmundsdóttir: Tea
Dagur Sigurður Úlfarsson: Patrik
Eiríkur Kúld Viktorsson: Sten
Halla Sigríður Ragnarsdóttir: Díanna
Hans Alexander Margrétarson Hansen: Bernard
Ingimar Bjarni Sverrison: Hr. Ellison / Liðþjálfi
Vala Kolbrún Sverrisdóttir: Mikhaila
Þórunn Guðmundsdóttir: Lillý

Leikstjórn

Anna Íris Pétursdóttir

Lýsing

Svanur Logi Guðmundssson

Tónlist

Viktor Ingi Guðmundsson

Sviðsmynd

Sarah Baker

Aðrir

Bryndís Björk Kristmundsdóttir: Sýningarstjóri
Helena Guðjónsdóttir: Flautuleikari
Hilmar Ægisson: Aðstoðarsýningarstjóri
Sophie May Nicholls: Sviðsmyndasmiður