The Super Match

Um viðburðinn

Enski boltinn kemur til Íslands!

Í fyrsta sinn í sögu knattspyrnu á Íslandi spila tvö lið úr ensku úrvalsdeildinni leik á Íslandi. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli föstudaginn 4. ágúst kl. 14.00 og það eru stórliðin Manchester City og West Ham sem mætast í lokaleik undirbúningstímabilsins á Íslandi í The Super Match.

Bæði lið leika fjóra leiki á undirbúningstímabili sínu og verður leikurinn í Reykjavík sá síðasti hjá hvoru þeirra og því allar líkur á því að byrjunarliðin verði skipuð þeim leikmönnum sem koma til með að byrja tímabilið í Englandi viku síðar. Manchester City spilaði einnig í The Super Match í Gautaborg síðastliðið haust og í þeim leik voru allar stjörnurnar í byrjunarliðinu, þar á meðal Sergio Aguero, Nolito, David Silva og Raheem Sterling.

Hér er því ótrúlegt tækifæri að sjá stjörnur á borð við Aguero, Silva, Vincent Kompany, Andy Carroll, Sterling, Fernandino, Gael Clichy, André Ayew, Mark Noble, John Stones, Yaya Toure, Leroy Sané og Kevin De Bruyne. 

Ekki missa af ótrúlegu tækifæri til að upplifa knattspyrnu í hæsta gæðaflokki á Íslandi ásamt því að hitta stórstjörnurnar í Reykjavík. Bæði Manchester City og West Ham United vilja gera allt til að vinna baráttuna um Reykjavík. Þú vilt ekki missa af þessu!

Verð frá 5.899kr. í stæði.
Verð frá 14.899kr. í sæti.
Verð frá 7.450kr. fyrir börn yngri en 16 ára í sæti.