Freddie Rutz

Um viðburðinn

Freddie Rutz - Uppistand

Uppistandari, töframaður, dansari og söngvari - það er ekkert sem Freddie Rutz getur ekki gert.

Rutz hefur komið fram um allan heim sem grínisti, töframaður og dansari, meðal annars Bandaríkin, Japan, Þýskaland, Frakkland og víðsvegar um önnur Evrópulönd, bæði á ensku, þýsku og frönsku. Á síðasta ári kom hann fram með grínsýninguna sína í Edinburgh Fringe Festival 2011.

Í mars á þessu ári fór íslenski uppistandarinn Rökkvi Vésteinsson til Berlínar og kynntist Rutz á Comedy Club Kookaburra, þar sem báðir stigu á svið. Ekki leið á löngu þar til þeir voru búnir að leggja á ráðin um komu Freddies til Íslands og munu þeir nú aftur deila sviðinu og báðir koma fram á ensku. 

Uppistandið er hluti af Iceland Comedy Festival 2012.

20 ára aldurstakmark.