Extreme Chill Festival 2017

Um viðburðinn

Íslenska tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival verður haldin helgina 7 - 9 Júlí næstkomandi í Reykjavík. 

Þetta er í áttunda sinn sem hátíðin fer fram, en hátíðin var haldin í Vík í Mýrdal síðastliðið sumar.

Dagskráin í ár er ekki af verri endanum en tónlistarmenn á borð við: 
The Orb, Another Fine Day, Mixmaster Morris, Studnitzky, Yagya, Jón Ólafsson & Futuregrapher, Stereo Hypnosis,Tonik Ensemble, Jónas Sen, Mikael Lind, Skurken o.fl. munu koma fram á hátíðinni. 

Tónleikarnir verða haldnir á Húrra Föstudaginn 7 Júlí og Laugardaginn 8 Júlí. Lokakvöldið verður svo haldið í Fríkirkjan Reykjavík sunnudaginn 9 Júlí.

Takmarkaðir miðar verða í boði í ár og kostar passinn á hátíðina aðeins 7900 kr. Við hvetjum því fólk til að tryggja sér passa tímanlega en síðustu ár hefur selst upp og komust færri að en vildu. (p.s. Passinn gildir líka á tónleika The Orb.)

"Þetta verður leyndardómsfullt ferðalag um rafræna Reykjavík”