„Inspired“ – Harold Burr – Gospel

Um viðburðinn

Kvöldstund með Harold E.Burr tónlistarmanni gefur fullkomið tilefni til að verða innblásinn af gospel tónlist. Harold hefur búið á Íslandi undanfarin ár, en var á yngri árum meðlimur í hljómsveitinni Platters.

Gospel tónlistin er þrungin sterkum baráttuanda, hvetjandi boðskap um ást, von og frið.  Páskahátíðin er tími íhugunar og þessi tónlist ristir djúpt, leikur á allan tilfinningaskalann í víðsjárverðum heimi. Gospeltónlist blökkumanna í Bandaríkjunum og trúarsöngvar þeirra gátu af sér tónlistarstefnur í ætt við blús, hryn- og sálartónlist. Harold er merktur þessarri þróun og flutningur hans er innilegur og tilfinningaþrunginn.

Léttur kvöldverður í veitingastofunum á sanngjörnu verði frá kl.18.30, borðapantanir í síma 511-1904 eða á hannesarholt@hannesarholt.is