Bestu lög Björgvins

Um viðburðinn

Bestu lög Björgvins - Stórtónleikar 22. Apríl á Vor í Árborg

Bestu lög Björgvins verða í fyrsta sinn í Hvítahúsinu Selfossi laugardagskvöldið 22. apríl 2017.

Þar mun Björgvin Halldórsson og hljómsveit hans rifja upp einstakan feril eins ástsælasta söngvara okkar í gegnum tíðina í tónum og tali frá því að hann var kosinn poppstjarna íslands árið 1969 til dagsins í dag með viðkomu í lögum frá HLH, Brimkló, Lónlí blú bojs,Hljómum, Slétttuúlfunum, Íslandslögum og víðar. 

Missið ekki af einstökum tónleikum í Hvítahúsinu með einum ástsælasta söngvara þjóðarinnar. 

Húsið opnar kl. 21 og hefjast Tónleikarnir kl. 22

Hljómsveitina skipa

Þórir Úlfarsson hljómborð
Jóhann Hjörleifsson trommur
Jón Elvar Hafsteinsson gítar
Róbert Þórhallsson Bassi

Takið kvöldið frá og tryggið ykkur miða í tíma á einstaka tónleika.