Ferðalögin með KK og Magga Eiríks

Um viðburðinn

Loksins, loksins! 

KK og Maggi Eiríks koma fram ásamt hljómsveit og spila öll bestu Ferðalögin í Háskólabíói þann 20. maí. Lög eins og Þórsmerkurljóð, Undir bláhimni, Maistjarnan, Ljúfa Anna, Ég veit þú kemur og öll hin ferðalögin. 

Árið 2003 kom út fyrsti diskurinn af ferðalögunum og það er óhætt að segja að hann hafi slegið í gegn því hann seldist í yfir 10 þúsund eintökum. Síðan þá hafa þeir gefið út 2 aðra diska með ferðalögum og hafa vinsældir þeirra ekki látið á sér standa. 

Fyrst nú eru þeir að koma saman til að spila þessi lög á tónleikum, það má því með sanni segja að um útgáfutónleika sé að ræða þó að diskarnir hafi komið út fyrir um 14 árum síðan.

 Kærkomið tækifæri fyrir þá sem eiga þessa diska og elska öll gömlu góðu lögin, að njóta þeirra í lifandi flutningi þeirra kumpána ásamt hljómsveit. 

Láttu ekki þennan einstaka viðburð fram hjá þér fara og tryggðu þér miða í tíma.