10 ára afmælistónleikar CVS

Um viðburðinn

COMPLETE VOCAL STUDÍO er söngskóli sem hefur verið starfræktur í 10 ár hér á landi og því ber að FAGNA. 

Við blásum því til tveggja tónleika í GRÆNA HERBERGINU í Lækjargötu FIMMTUDAGINN 20.APRÍL og FÖSTUDAGINN 21.APRÍL. 

Og afhverju tvennir?? Jú, það er af því að í gegnum skólann hafa farið yfir 500 söngvarar á síðustu 10 árum sem margir hafa getið sér gott orð í tónlistarbransanum og aðrir sem syngja sér til yndisauka og því var eitt kvöld bara ekki nóg…þannig að fyri valinu varð bæði MAGNIÐ & GÆÐIN:-) 

Söngkona HERA BJÖRK er í forsvari fyrir CVS og með henni hafa starfað frábærir kennarar sem allir eiga það sameiginlegt að vera með kennararéttindi í "Complete Vocal Technique" frá Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn.

Fram koma 33 SÖNGVARAR sem í gegnum tíðina hafa verið í námi hjá CVS og verður undirleikur í höndum hins eina sanna PÁLMA SIGURHJARTAR.

Miðaverð er 3000 kr. og rennur ágóði tónleikana til LÍF Styrktarfélag. 

Fimmtudaginn 20. apríl: 
ALMA RUT - ANNA ÞURÍÐUR - ÁRNÝ ÁRNA - BERGLIND MAGNÚSAR - BINNA JÓNS - DIANA SUS - HREFNA HRUND - INGA BIRNA - PETRA HLÍF - RÓSA BJÖRG - STEINI BJARKA - SVAVA STEINGRÍMS - SYLVÍA RÚN - TINNA MARÍNA - ÚLFAR VIKTOR - ÞÓRUNN SALKA
Föstudaginn 21. apríl: 
ALDÍS FJÓLA - ARON HANNES - BJARNI BALDVINS - EVA BJÖRK - GRÍMUR GUNNARS  - GUNNAR INGI - HRABBÝ - KARITAS - KRISTJÁN GÍSLA - LINDA HARTMANNS - MAJA EIR - RAGNA BJÖRG - REBEKKA - TÓMAS GUÐMUNDS - VÍÐIR ÞÓRARINS  - YLFA FLOSA

CVS_f_studagur