Firðir og firnindi - Sumartónleikaferð Svavars Knúts og Kristjönu Stefáns 2017

Um viðburðinn

Vinirnir og söngvaskáldin Svavar Knútur og Kristjana Stefáns koma aftur saman á sinni árlegu sumar tónleikaferð. Kristjana og Svavar Knútur hafa undanfarin ár vakið verðskuldaða athygli fyrir stórskemmtileg dúettakvöld. Þar ríkir bæði gleði og angurværð ásamt örlitlum fíflagangi og bera þau vinirnir á borð fjölbreytta dagskrá dúetta, sem rúmar allt frá Abba til Dolly Parton með viðkomu hjá The Righteous Brothers og Páli Ísólfssyni, auk frumsaminna laga og hinna ýmsu gleði- og tregabomba, ljóðalestri og gamansagna. 

Kristjana og Svavar hafa síðan 2008 haft unun af því að syngja saman dúetta og komið fram víða um land við gríðargóðar undirtektir. Þau gáfu út dúettaplötuna Glæður árið 2011 sem er löngu uppseld hjá útgefanda.

Miðaverð er kr. 3.500 og hefjast allir tónleikar kl. 20:00 nema á Eskifirði kl. 21.30.
Tvennir tónleikar verða í Reykjavík og Akureyri kl.16:00 og 20:00.
Best er að tryggja sér miða í tíma, enda takmarkaður miðafjöldi í boði á hverjum stað. Börn á grunnskólaaldri eru hjartanlega velkomin með og er ókeypis fyrir þau.

Lau. 10. Júní Borgarnes - Landnámssetrið kl. 20
Sun. 11. Júní Hvalfjörður - Bjarteyjarsandur kl. 20
Mið. 21. Júní Eskifjörður - Kaffihúsið kl. 21:30
Fim. 22. Júní Seyðisfjörður - Herðubreið kl. 20
Fös. 23. Júní Egilsstaðir - Valaskjálf kl. 20
Sun. 25. Júní Reykjavík - Víkin sjóminjasafn (tvennir tónleikar) kl. 16 og kl. 20
Þri. 27. Júní Stokkseyri - Stokkseyrarkirkja kl. 20
Fim. 6.  Júlí Siglufjörðir - Rauðka kl. 20
Fös. 7.  Júlí Dalvík - Menningarhúsið Berg kl. 20
Lau. 8.  Júlí Akureyri - Hlaðan (tvennir tónleikar) kl. 16 og kl. 20

Hlökkum til að sjá ykkur!
Svavar og Sjana