Jazz Extravaganza

Um viðburðinn

Sunnudaginn 16.júlí verður blásið til jazzveislu í Gamla Bíó í Reykjavík þar sem fram koma íslensku gersemarnar Högni Egilsson, Fox Train Safari og Ása sem hita upp fyrir eina stærstu rísandi stjörnu jazzheimsins Kamazi Washington. Enginn áhugamaður um lifandi tónlist eða jazz ætti að láta þennan einstaka viðburð þar sem lifandi jazz verður í hávegum hafður fara fram hjá sér!

Miðar eru í boði á Miði.is og er miðaverð einungis 3500 kr. í forsölu og 4500 kr. við hurð.


Kamasi Washington [US]

Kamasi Washington er ein af rísandi stjörnum djassheimsins og hefur unnið með fjölda stórra listamanna gegnum tíðina eins og Wayne Shorter, Herbie Hancock, Horace Tapscott, Gerald Wilson, Lauryn Hill, Nas, Snoop Dogg,  George Duke, Chaka Khan, Flying Lotus, Thundercat, Mike Muir, Francisco Aguabella, the Pan Afrikaan People's Orchestra, Raphael Saadiq og Kendrick Lamar.

Hann gaf út sína fyrstu plötu "The Epic" í Maí 2015 við miklar jákvæðar undirtektir frá gagnrýnendum auk tónlistaráhugamanna og hefur verið mjög virkur í alþjóðlegu tónlistarlífi síðan.

Facebook:
https://www.facebook.com/kamasiw/

Spotify:
https://open.spotify.com/artist/6HQYnRM4OzToCYPpVBInuU


Högni Egilsson [IS]

Högna Egilsson þarf varla að kynna fyrir íslenskum tónlistaráhugamönnum en hann hefur verið einn af mest áberandi tónlistarmönnum Íslands síðan hann hóf ferilinn sinn með Hjaltalín. Högni hefur farið um víðan völl í tónsköpun sinni yfir ferilinn og komið fram með mörgu af hæfileikaríkasta tónlistarfólki þjóðarinnar.

Facebook:
https://www.facebook.com/HogniEgilssonMusic/

Spotify:
https://open.spotify.com/artist/2nTRprzfgSUakcaXCUqRvD


Fox Train Safari [IS]

Hljómsveitin Fox Train Safari hefur verið starfandi síðan 2013 og spilað á fjölda tónleika hérlendis og erlendis meðal annara á Secret Solstice Festival og Copenhagen Jazz Festival.

Fox Train Safari spila sálarskotið popp með sterkum áhrifum af jazz og blues. Fyrsta plata Fox Train Safari, sem er samnefnd hljómsveitinni, kom út í desember 2016 og fékk góðar viðtökur víðsvegar um heim.

Facebook:
https://www.facebook.com/foxtrainsafari/

Spotify:
https://open.spotify.com/artist/6ThUmRqT2oQIOQuD2f0ps7


Ása [IS]

Ása er upprennandi nýstirni í íslensku tónlistarlífi. Hún hefur verið að hasla sér völl eftir að fyrsta lagið hennar "Paradise of Love"kom út árið 2016 og var tilnefnd til Íslensku Hlustendaverðlaunanna í fyrra. Þess má geta að lagið hennar "Always" í þriðja sæti á vinsældarlista Bylgjunnar samfleytt í mánuð nýverið. Tónlist Ásu er best líst sem mildri og á köflum tregafullri jazzskotinni popptónlist undir áhrifum frá Norah Jones og Johnny Cash.

Facebook:
https://www.facebook.com/asaelinar/

Spotify:
https://open.spotify.com/artist/086ljl8OgkXPLoNoYrwKz6