Alþjóðlegt Orgelsumar

Um viðburðinn

22. JÚLÍ 2017 KL. 12.00
DAVID CASSAN
1.VINNINGSHAFI alþjóðlegu orgelkeppni í dómkirkjunni í Chartre í Frakklandi
TÓNLIST EFTIR: G.F.Händel, Sibelius ( Finlandia),D.Cassan (Improvisation) 

Verið velkomin á tónleikaröðina Alþjóðlegt orgelsumar Hallgrímskirkju 2017. Í 25.sinn verður sumarið í Hallgrímskirkju fyllt af orgelómum. Í ár koma fram afburða konsertorganistar í fremstu röð frá ýmsum löndum. Orgelsumarið er í samstarfi við hina heimsþekktu alþjóðlegu orgelkeppni í dómkirkjunni í Chartre í Frakklandi og fá verðlaunahafarnir að launum að halda tónleika á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju. Það er mikið tilhlökkunarefni að heyra David Cassan, sem vann 1. verðlaun í keppninni í október 2106, leika á Klais orgelið helgina 22.-23. júlí.  Laugardaginn 22.júli kl.12.00-12.30 mun David Cassan flytja tónlist eftir G. Händel, J. Sibelius og einnig leika spuna.

Franski organistinn David Cassan stundaði nám m.a. hjá Thierry Escaich, Philippe Lefebvre og François Espinasse við Listaháskóla Parísar (Conservatoir National Supérieur de Musique et de Danse) lauk hann prófi í orgelleik, spuna, hljómfræði, kontrapunkt, fúgu og form, pólyfóníu endurreisnartímabilsins og tónsmíðar 20. aldar. 

David Cassan hefur verið duglegur að taka þátt í alþjóðlegum orgelkeppnum og hefur unnið a.m.k. tíu þeirra. Þær þekktustu eru án efa Chartres í Frakklandi, Saint-Albans í Englandi, Haarlem í Hollandi og Jean-Louis Florentz verðlaun frönsku listaakademíunnar. 

David Cassan er organisti Notre Dame des Victoires kirkjunnar í París en starfið gefur honum einnig möguleika að geta einbeitt sér að tónleikahaldi. Hann hefur komið fram með frægum frönskum sinfóníuhljómsveitum, auk þess að leikið á flest þekktu orgelin í Frakklandi og komið fram á tónleikum í Þýskalandi, Rússlandi, Kína, Ísrael, Spáni, Englandi, Belgíu, Írlandi, Hollandi, Sviss, Ítalíu og í Úrúgvæ. 

Efnisskrá

Georg Friderich Händel 1685–1759
                                       Pieces for a musical clock
                                                                      Úts. / Arr.: Olivier Latry
                                       A volontary on a Flight of Angels
                                                                      Duetto – Menuet - Gigue

Jean Sibelius   1865-1957                               Finlandia

David Cassan   *1989                    Spuni / Improvisation