Allskonar ást!

Um viðburðinn

Allskonar ást! 

:: Kvöldstund með Siggu Eyrúnu og Kalla Olgeirs, ásamt gestum ::

Sigga Eyrún og Kalli Olgeirs hafa sett saman dagskrá með uppáhalds ástarlögunum sínum. Lögin koma úr öllum áttum og fjalla um ástina í ýmsum myndum. Með þeim verður Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og sérstakur gestur er hin yndislega söng- og leikkona Þórunn Arna Kristjánsdóttir, sem fólk man kannski síðast eftir sem Sofie úr Mamma Mia.

Fögnum allskonar ást í Hannesarholti laugardagskvöldið 12. ágúst.

Miðaverð er 2900,-  og hefjast tónleikarnir stundvíslega kl. 20:00.

Eldhúsið í Hannesarholti verður opið og verður sjávarréttasúpa ásamt fisk- og grænmetisréttum á boðstólum.

Borðapantanir í síma 511 1904, fyrir kl. 17:00 föstudaginn 11. ágúst.

Fögnum allskonar ást á Gay Pride í Hannesarholti, laugardaginn 12. ágúst