Alþjóðlegt Orgelsumar

Um viðburðinn

Stutt lýsing:
Verið velkomin á tónleikaröðina Alþjóðlegt orgelsumar Hallgrímskirkju 2017. Í ár koma fram afburða konsertorganistar í fremstu röð frá ýmsum löndum. Helgina 12.- 13. ágúst mun Thomas Sheehan leika bandaríska tónlist á einstaka Klais orgel Hallgrímskirkju. Laugardaginn 12. ágúst mun Sheehan flytja tónlist eftir H. Cowell, S. Bingham, F. Price og L. Sowerby.

13. ÁGÚST 2017 KL. 17.00
THOMAS SHEEHAN
ORGANISTI MINNINGARKIRKJUNNAR VIÐ HARVARD
TÓNLIST EFTIR/MUSIC BY: H. COWELL, S. BINGHAM, F. PRICE, L. SOWERBY

Thomas Sheehan er organisti og kórstjóri við Minningarkirkjuna við Harvard háskóla auk þess að leika undir söng Harvard Glee Club kórsins. Áður en hann tók við þessu starfi var hann tónlistarmaður við Saint Mark kirkjuna í Fíladelfíu í Pennsylvaníu og Trinity biskupakirkjuna í Princeton í New Jersey. 

Tom vinnur núna að doktorsverkefni sínu á sviði tónlistar við Boston Háskóla undir leiðsögn Peter Sykes, auk sem hann hefur útskrifast frá Curtis tónlistarstofnuninni með próf í orgelleik og á sembal.

Hann lauk bæði BMus og MMus frá Westminster Choir College í Princeton undir handleiðslu Ken Cowan. 2009 hlaut hannn fyrstu verðlan bæði í bandarísku Arthur Poister keppninni í orgelleik og Quimby svæðiskeppninni fyrir miðsvæði Atlantshafsstrandarinnar. Tom var með tónleika á Landsmóti American Guild of Organists í höfuðborginni Washington, DC árið 2010. Hann hefur leikið fjölda tónleika um Bandaríkin og í Evrópu.