Bubbi Morthens - Túngumál

Um viðburðinn

Nú  í haust mun Bubbi Morthens leggja land undir fót með kassagítarinn og koma fram víðsvegar um landið. Þetta hefur Bubbi gert í hart nær 40 ár og lætur sitt ekki liggja eftir þetta árið. Frá september og fram í nóvember mun hann koma fram á tæplega 20 tónleikum. 

Hann mun flytja lög af nýju plötunni í bland við eldra efni.  

Dagskráin er eftirfarandi
15. sept Grindavíkurkirkja
16. sept Hveragerðiskirkja
21. sept Gamla Kaupfélagið Akranesi
22. sept Vídalínskirkja Garðabæ
23. sept Lágafellskirkja Mosfellsbæ
4. okt Græni Hatturinn Akureyri
6. okt Sauðárkrókskirkja Sauðárkróki
18. okt Eyrarbakkakirkja Eyrarbakka
19. okt Lindarkirkja Kópavogi
20. okt Félagsheimilið Drengur Kjós

Tónleikaferðin kallast Túngumál sem er einmitt titillinn á nýjustu plötu Bubba sem kom út á afmælisdaginn hans 06.06.17. Platan hefur fengið fádæma góðar undirtektir og vilja gagnrýnendur meina að þetta sé ein af hans allra bestu plötum.

Vitnum hér í plötugagnrýni Arnars Eggerts Thoroddsen http://www.ruv.is/frett/thessi-rodd-thessi-gitar-thessi-djupa-thra