Bubbi Morthens - Túngumál

Um viðburðinn

Nú  í haust mun Bubbi Morthens leggja land undir fót með kassagítarinn og koma fram víðsvegar um landið. Þetta hefur Bubbi gert í hart nær 40 ár og lætur sitt ekki liggja eftir þetta árið. Frá september og fram í nóvember mun hann koma fram á tæplega 20 tónleikum. 

Hann mun flytja lög af nýju plötunni í bland við eldra efni.  

Dagskráin er eftirfarandi
18. okt Eyrarbakkakirkja
19. okt Lindarkirkja Kópavogi
20. okt Félagsheimilið Drengur Kjós

Tónleikaferðin kallast Túngumál sem er einmitt titillinn á nýjustu plötu Bubba sem kom út á afmælisdaginn hans 06.06.17. Platan hefur fengið fádæma góðar undirtektir og vilja gagnrýnendur meina að þetta sé ein af hans allra bestu plötum.

Vitnum hér í plötugagnrýni Arnars Eggerts Thoroddsen http://www.ruv.is/frett/thessi-rodd-thessi-gitar-thessi-djupa-thra