ÞORLÁKSMESSUTÚR BUBBA MORTHENS 2017

Um viðburðinn

ÞORLÁKSMESSUTÚR BUBBA MORTHENS 2017

Í ár bregður Bubbi ekki út af vananum með að halda þorláksmessutónleika víðsvegar um landið en þó er breyting á þar sem hann bætir við einum viðkomustað í ár.  Það  er hið rómaða Bæjarbíó í Hafnarfirði en hann mun hefja þorláksmessutúrinn þar í ár.

Fáar hefðir í tónlist hafa orðið jafn lífseigar og þorláksmessutónleikarnir hans Bubba og eru þeir orðnir fastur liður í undirbúningi jólanna hjá fjölda fólks.  Margir koma á tónleikana og enn fleiri hlusta á útsendingu Bylgjunnar heimafyrir eða í bílnum þegar verið er að ganga frá síðustu gjöfunum.  Eitt er víst að fyrir marga myndi vanta mikið í jólhaldið ef ekki væru þorláksmessutónleikar Bubba Morthens

STAÐSETNINGAR  OG DAGSETNINGAR

Þeir staðir  sem Bubbi mun heimsækja á Þorláksmessutúrnum þetta árið eru

13. des         Bæjarbíó Hafnarfirði
17. des         Valaskjálf Egilsstöðum
19. des         Bíóhöllin Akranesi
21. des         Hof Akureyri
23. des         Harpa Reykjavík

ÞAÐ SEM VERT ER AÐ VITA

Dagsetningar   Sjá að ofan
Tímasetningar  Sjá að ofan

Tónleikar byrja Allir kl 20:30 nema í Hörpu en þeir byrja kl 22:00

Miðasala á, www.midi.is / www.harpa.is / www.mak.is

Allar nánari upplýsingar á www.prime.is

Sætaskipan