Stórtónleikar Lionsklúbbsins Fjörgynjar

Um viðburðinn

Margir af  þekktustu listamönnum þjóðarinnar koma fram á Stórtónleikum Lionsklúbbsins Fjörgyn í Grafarvogskirkju fimmtudaginn 9. nóvember 2017.  Tónleikarnir eru haldnir til styrktar BUGL, barna- og unglingageðdeild LSH og líknarsjóði Fjörgynjar. 

Eftirtaldir listamenn koma fram á tónleikunum og styrkja verkefnið:
Vox Populi kór ungs fólks, stjórnandi Hilmar Örn Agnarsson
- Ari Eldjárn
- Dísella Lárusdóttir og Gissur Páll Gissurarson 
- Geir Ólafsson
- Greta Salome og hljómsveit
- Guðrún Árný Karlsdóttir 
- Helgi Björnsson
- Raggi Bjarna 
- Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson 
- Við eigum samleið, Guðrún Gunnarsdóttir og Sigga Beinteins 
Undirleikarar eru Jónas Þórir, Matthías Stefánsson og Þorgeir Ástvaldsson.
Kynnir kvöldsins er Gísli Einarsson.

Að þessu sinni eru tónleikarnir haldnir í fimmtánda sinn. Ávallt hefur myndast góð og afslöppuð stemning þar sem tónleikagestir hafa fengið að njóta góðrar tónlistar og skemmtunar þeirra fjölmörgu frábæru listamanna sem hafa lagt okkur lið og gefið vinnu sína.

Tryggðu þér  miða á tónleikana og njóttu þessarar tónlistar- og skemmtiveislu í einni stærstu kirkju landsins við góðar aðstoður. Um leið styður þú við gott og þarft málefni.  Þinn stuðningur er mikilvægur.