Stórtónleikar Lionsklúbbsins Fjörgynjar

Um viðburðinn

Stórtónleikar í Grafarvogskirkju
9. nóvember 2017 klukkan 20:00
Lionsklúbburinn Fjörgyn stendur fyrir tónleikum til styrktar Barna- og unglingageðdeild LSH og Líknarsjóði
 Fjörgynjar

Eftirfarandi  listafólk kemur fram og styrkir verkefnið:

Vox Populi stjórnandi Hilmar Örn Agnarsson

„Við eigum samleið“ Guðrún Gunnarsdóttir og Sigga Beinteins.

Guðrún Árný Karlsdóttir

Helgi Björnsson 

Greta Salóme og hljómsveit

Katrín Halldóra Sigurðardóttir „Ellý“ og Ragnar Bjarnason

Gissur Páll Gissurarson

Skemmtikraftur Ari Eldjárn

Undirleikarar Jónas Þórir og Matthías Guðmundsson.

Kynnir er Gísli Einarsson 

Að þessu sinni eru tónleikarnir haldnir í fimmtánda sinn. Safnast hafa rúmlega 30 milljónir á þessum fimmtán árum. Lionsklúbburinn Fjörgyn í Grafarvogi hvetur alla sem tök hafa á, að tryggja sér miða á tónleikana og hlýða á tónlistarfólkið í einni stærstu kirkju landsins við góðar aðstæður, um leið og stutt er við gott málefni.