Chet Baker and me

Um viðburðinn

Chet Baker and Me - Kvartett Halla Guðmunds

´Chet Baker and Me´
Hljóðberg - Hannesarholt
24. maí kl 20:00

Trompetleikarinn og söngvarinn Chet Baker var amerískur tónlistarmaður, fæddur í Oklahoma í desember 1929. Hann þótti ungur mjög lagrænn í sólóum sínum og var valinn af Charlie´Bird´Parker til þess að spila á trompet í röð tónleika hans um vesturströnd bandaríkjanna árið 1952. Baker spilaði í þekktum kvartett saxófónleikarans Gerry Mulligan um nokkurt skeið en það var ekki fyrr en Baker lék og söng inn á plötuna ´Chet Baker Sings´ sem hann náði heimsfrægð og virðing hans reis sem hæst. Chet Baker var þekktastur fyrir rómantískar og rólegar útgáfur laga sinna og einkennandi þýðan söng.

Haraldur Ægir Guðmundsson (1977) kontrabassaleikari og tón/textaskáld gaf út fyrstu tvær jazzplötur sínar árið 2012, ´Stories´ með Sound Post og ´Count that in´ með BaadRoots en hefur einnig samið lög og texta fyrir aðra flytjendur, ´Green´ með Clazz 2015, og ´Embrace´ með Hörpu Thorvaldsdóttur. Haraldur gaf sjálfur út funkplötuna ´PARTY´ með alþjóðlega funk tríói sínu Freaks Of Funk nú í ár. 

Haraldur hefur sett saman efnisskrá eigin laga, útsett í anda Bakers, ásamt lögum frá fyrri hluta ferils trompetleikarans, en þar má helst nefna lög eins og My funny Valentine, Look for the silverlinging, But not for me og fleiri.

Kvartett Halla Guðmunds
Haraldur Ægir Guðmundsson Kontrabassi,+tón og textahöfundur
Snorri Sigurðarson trompet/flugel horn
Agnar Már Magnússon piano
Böðvar Reynisson söngur

Miðaverð:
midi.is 2500,-
við dyrnar 3000,-