Akureyri Dance Festival

Um viðburðinn

Akureyri Events ehf. kynnir með stolti Akureyri Dance Festival, nýja raftónlistarhátíð sem haldin verður í Sjallanum á Akureyri dagana 15. og 16. júní 2018.

Vel valdir raftónlistarmenn stíga á svið báða dagana, bæði innlendir og erlendir.
Húsið mun opna klukkan 20:00 báða dagana og munu fyrstu tónlistarmenn stíga á svið klukkan 21:00.
Fær hver tónlistarmaður 1 til 1.5 klukkustund á sviði en búast má við að headline atriðin sem loka kvöldunum muni ná eitthvað yfir 1.5 klukkustund.
Áætluð dagskrálok eru í fyrsta lagi 02:30 bæði kvöldin.

ATH! 18 ára aldurstakmark er á hátíðina!

4 gerðir miða eru í boði á hátíðina.

Standard miði dagur 1 
*Gildir eingöngu inn á svæðið 15. júní 2018 á almennt svæði.

Standard miði dagur 2 
*Gildir eingöngu inn á svæðið 16. júní 2018 á almennt svæði.

Standard miði báðir dagar (Helgarpassi) 
*Gildir inn á svæðið bæði 15. og 16. júní á almennt svæði.

VIP miði báðir dagar (Helgarpassi)
* Gildir inn á svæðið bæði 15. og 16. júní, á bæði almennt svæði og VIP svæði.
* VIP svæði er á efri hæð með stórar svalir þar sem gott útsýni er yfir sviðið.
* Sér bar á VIP svæði
* Sér salernisaðstaða á VIP svæði
* Frítt að geyma jakka og töskur
* Sérstakur inngangur í boði á svæðið og því minni röð
* Mjög fáir miðar í boði og því ekki troðið af fólki
* Setusvæði eingöngu fyrir VIP

Raftónlistarmenn sem munu stíga á svið eru eftirfarandi:

Sander Kleinenberg – Heimsfrægur plötusnúður og raftónlistarhöfundur frá Hollandi sem hefur átt marga af helstu slögurum sem fengið hafa að hljóma í klúbbum um heim allan. Sem dæmi má nefna This is not Miami, Colours in the sun og Can you feel it.

Sander hefur ávalt slegið rækilega í gegn þar sem hann kemur fram og má búast við algjörri tónlistarveislu þegar hann stígur á svið.

DJ Sammy – Heimsfrægur plötusnúður og raftónlistarhöfundur frá Spáni sem er hvað helst þekktur fyrir lög eins og Heaven og The boys of summer, en Sammy kom einmitt til landsins síðast fyrir 10 árum og spilaði þá fyrir fullu húsi á Brodway, Nasa og í Sjallanum. Hann kann vel að lesa áhorfendur og má búast við frábæru setti frá þessum frægasta DJ Spánar.

Danni BigRoom hefur verið lengi í raftónlistarsenu Íslands en hann var einn af lykilmönnnum no request hér um árið. Áhorfendur mega búast við djúpum og taktföstum house lögum frá þessum mikla snilling.

Ingi er hvað helst þekktur frá því hann var í raftónlistarhópnum Zurgbassi hér um árið, en hann hefur alls ekki gleymt sínum töktum og mun bjóða áhorfendum uppá melodískt house af bestu gerð!

Mike The Jacket og Ghozt munu spila saman svokallað Back2Back sett en þeir eru vel þekktir innan raftónlistarsenu Íslands fyrir aðild sína að Elements. Áhorfendur mega búast við brjáluðu setti frá þessum snillingum.

BigBen Dj‘s gerðu garðin frægan norðan heiða í samstarfi við no request. Þessir snillingar spila hvað helst electro í bland við Tech/Deep House og Dub, en þeir lögðu spilarana á hilluna í lok árs 2008. Nú hafa þeir burstað rykið af spilurunum fyrir 10 ára endurkomu á Akureyri Dance Festival.

DJ Sanshine er frábær plötusnúður frá Póllandi sem hefur allt frá unga aldri haft mikla ást á tónlist og elskar að spila fyrir áhorfendur. Hún spilar electro tónlist af ýmsum toga og hefur spilað á mörgum stöðum í Póllandi sem og á Íslandi og mega áhorfendur búast við mikilli veislu frá þessari mögnuðu stelpu.

DJ Sajtur er pólskur plötusnúður sem byrjaði sinn feril á helstu klúbbum Póllands 18 ára gamall, árið 2010 flutti hann svo til Íslands og byrjaði að framleiða sín eigin lög 2016. Búast má við hörðu edm frá þessum snilling

Marinó hefur verið viðloða raftónlistarsenu á Íslandi í mörg ár undir öðrum nöfnum, en nýlega byrjaði hann Marinó verkefnið. Búast má við að hann skelli góðri blöndu af EDM/Electro House fyrir áhorfendur er hann stígur á svið.

Uppröðun tónlistarmanna eftir dögum (Tímatafla kemur síðar á adf.is)

Föstudagurinn 15. júní 2018
Sander Kleinenberg
Danni BigRoom
Ingi
Mike The Jacket vs. Ghozt (Back 2 back)

Laugardagurinn 16. júní 2018
DJ Sammy
BigBen Dj‘s
DJ Sanshine
DJ Sajtur
Marinó

Okkur er mjög annt um öryggi hátíðargesta og bendum vinsamlegast á það að ef upp kemur vandamál með ólögleg efni, slagsmál eða aðra óæskilega hegðun þá áskiljum við okkur rétt til þess að vísa viðkomandi af svæðinu, klippa af honum hátíðar armbandið og neita viðkomandi inngöngu á hátíðna í kjölfarið. Akureyri Events ehf. vinnur að þessu markmiði með strangri gæslu á svæðinu ásamt góðu samstarfi við lögregluna á norðurlandi eystra.

Frekari upplýsingar er að finna á www.adf.is og á facebook síðu hátíðarinnar www.facebook.com/akdancefestival

ATH! 18 ára aldurstakmark er á hátíðina!