Alþjóðlegt orgelsumar 2018 - Eyþór Franzson Wechner, organisti Blönduóskirkju

Um viðburðinn

Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju býður til glæsilegrar tónlistarveislu með 40 spennandi tónleikum í sumar, þar sem hrífandi orgeltónar og vandaður kórsöngur fylla hvelfingar Hallgrímskirkju.

Með fernum tónleikum á viku frá 16. júní til 19. ágúst 2018 gefst gestum Alþjóðlegs orgelsumars tækifæri til að hlýða á mjög fjölbreytta orgeltónlist, en framúrskarandi organistar frá 9 þjóðlöndum leika á Klais orgel Hallgímskirkju sem er pípuorgel af fullkomnustu gerð og þykir eitt eftirtektarverðasta orgel á Norðurlöndunum.

Eyþór Franzson Wechner organisti í Blönduóskirkju leikur verk eftir Buxtehude, J.S. Bach, Mozart, S. Karg-Elert, Saint-Saëns og Rossini.

Eyþór lauk A-gráðu og MA-gráðu í orgelleik árin 2012 og 2014 við „Hochschule für Musik und Theater Leipzig“. Aðalkennari hans í Leipzig var Próf. Stefan Engels. Meðfram náminu sótti hann meistaranámskeið hjá ýmsum nafnkunnum organistum. Eyþór hefur komið fram á einleikstónleikum á Íslandi, Þýskalandi og í Ástralíu. 

Eyþór Franzson Wechner, organist at Blönduóskirkja, plays works by Buxtehude, J.S. Bach, Mozart, S. Karg-Elert, Saint-Saëns and Rossini.

Eyþór earned his A degree in 2012 and his MA degree in 2014, under the guidance of Prof Stefan Engels, at the Hochschule für Musik und Theater Leipzig. During his studies, Eyþór had the opportunity to attend masterclasses from many of the world's most accomplished organists.  He has given numerous concerts in Iceland as well as in Germany and Australia.

Efnisskrá/ Programme:
Wolfgang Amadeus Mozart 1756-1791
Fantasía í f-moll K608
                                                            Allegro-Andante-Allegro

Dietrich Buxtehude  1637-1707            Passacaglia í d-moll BuxWV 161
Sigfrid Karg-Elert  1877-1933           O du Liebe meiner Liebe              Choral-improvisation op 65, nr. 60
Johann Sebastian Bach  1685-1750     Prelúdía og fúga í Es-dúr, BWV 552
Camille Saint-Saëns  1835-1921           Prelúdía í H-dúr op. 99, nr. 2
Gioacchino Rossini  1792-1886           Forleikur að/ Overture to William Tell
                                                           Umr. / Trans: Edwin H Lemare  1866-1934