Alþjóðlegt orgelsumar 2018 - Baldvin Oddsson trompet og Steinar Logi Helgason orgel

Um viðburðinn

Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju býður til glæsilegrar tónlistarveislu með 40 spennandi tónleikum í sumar, þar sem hrífandi orgeltónar og vandaður kórsöngur fylla hvelfingar Hallgrímskirkju.

Með fernum tónleikum á viku frá 16. júní til 19. ágúst 2018 gefst gestum Alþjóðlegs orgelsumars tækifæri til að hlýða á mjög fjölbreytta orgeltónlist, en framúrskarandi organistar frá 9 þjóðlöndum leika á Klais orgel Hallgímskirkju sem er pípuorgel af fullkomnustu gerð og þykir eitt eftirtektarverðasta orgel á Norðurlöndunum.

Baldvin Oddsson trompetleikari og Steinar Logi Helgason organisti í Háteigskirkju leika verk eftir Martini, J.S. Bach, Þráin Þórhallsson, Purcell og Jón Nordal. 

Baldvin Oddsson stundaði nám á Íslandi og í Bandaríkjunum, m.a. hjá trompetvirtúósnum Stephen Burns í Chicago og útskrifaðist frá Manhattan School of Music í NY í desember 2016. Þegar Baldvin vann keppni ungra einleikara hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2015 lék hann einleik með hljómsveitinni og hefur síðan þá leikið margoft með trompetdeild hennar. 

Steinar Logi Helgason (1990) stundaði framhaldsnám í kirkjutónlist við Konunglegu tónlistarakademíuna í Kaupmannahöfn þar sem Hans Davidsson var aðalkennari hans. Steinar Logi hefur stjórnað fjölda kóra og starfað sem organisti, píanisti og stjórnandi á mörgum vígstöðum en hann starfar nú sem organisti Háteigskirkju.

Baldvin Oddsson trumpetist and Steinar Logi Helgason organist at Háteigskirkja, Reykjavík, play music by Martini, J.S. Bach, Þráinn Þórhallsson, Purcell og Jón Nordal. 

Baldvin Oddsson graduated from Manhattan School of Music in December 2016. He won the Iceland Symphony Orchestra Young Musician Award and played as a soloist with the orchestra. Since then he has played with the trumpet section of the ISO on many occasions.

Steinar Logi Helgason (1990) earned his BA from the church music department of the Iceland Academy of the Arts under the guidance of Björn Steinar Sólbergsson. He also studied church music at the Royal Conservatory in Copenhagen with Hans Davidsson as his main teacher at the organ.

Efnisskrá/Programme: 
Giovanni Battista Martini  1706-1784
Tokkata fyrir trompet og orgel
Umr. / Trans.: Marie-Claire Alain 

Johann Sebastian Bach  1685-1750    Air í D-dúr
                                                                  úr hljómsveitarsvítu nr. 3 BWV 1068

Þráinn Þórhallsson  *1980                 Hallgrímskirkja, 2016
Henry Purcell  1659-1795                 Sónata í D-dúr, Z. 850
Umr. / Trans: Armando Chitalla         allegro – adagio - allegro
Jón Nordal  *1926                                 Tokkata