Land og Synir

Um viðburðinn

Bjóðum velkomna á svið - Land & Syni – laugard 30.júní.

Einstakur viðburður, aðeins þessir einu tónleikar.

Einskær tilviljun réði för þegar að nokkrir meðlima Lands og Sona hittust á dögunum. Eftir stutt spjall, upprifjun á gömlum tíma og mikinn hlátur var ákveðið að hlaða í eina tónleika.
Tónleikarnir verða eins konar uppgjör á liðnum tíma, farið verður yfir sögu hljómsveitarinnar í máli og myndum ásamt því að vinsælustu lög sveitarinnar verða leikin.
Mjög takmarkað magn miða verður í boði, því er mikilvægt að vera tilbúinn á tökkunum þegar að almenn sala miða opnar: kl 12:00 á miðvikudaginn 13. Júní.
Tónleikarnir verða teknir upp bæði hljóð og mynd, því munu þeir aðdáendur sem að næla sér í miða taka þátt í að gera þetta kvöld hluta af sögu Lands og Sona.

Gerum þetta kvöld ógleymanlegt með góðum vinum á Hard Rock, góða skemmtun ;-)