Lay Low 1

Um viðburðinn

Lay Low - Útgáfutónleikar

Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, er nú að ljúka upptökum á sinni annari sólóplötu.  Hún hefur undanfarið dvalið í London með upptökustjóranum Liam Watson í Toerag hljóðverinu. Liam er annálaður fyrir að brúka aðeins gamlar græjur sem hann m.a. keypti úr Abbey Road hljóðverinu goðsagnakennda. Í Toerag hljóðverinu tók Liam meðal annars upp "Elephant" plötuna með White Stripes og nýjust plötu James Hunter.

Á nýju plötunni, ekkert nafn komið enn, spila ásamt Lovísu hljóðfæraleikararnir Carwyn Ellis, Ed Turner, Rupert Brown, Matt Radford og slide gítarleikarinn BJ Cole.

Platan kemur út á Íslandi fimmtudaginn 16. október og sama kvöld heldur Lay Low útgáfutónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík.

Ansi langt er um liðið síðan Lay Low hefur spilað alvöru konsert á Íslandi og vel við hæfi að Fríkirkjan í Reykjavík hafi orðið fyrir valinu því þar hélt hún einmitt eftirminnilega útgáfutónleika vegna "Please Don´t Hate Me".

Forsala á útgáfutónleikana hefst þann 18. september n.k. á midi.is og afgreiðslustöðum midi.is