Ratatat

Um viðburðinn

Tónleikar í tilefni af eins árs afmæli
Jóns Jónssonar ehf.
Bandaríska tvíeykið Ratatat spilar á Broadway 20. desember.
FM Belfst hita upp.

Jón Jónsson ehf. er ekki af baki dottinn þó að kreppi og mun standa í stórræðum rétt fyrir komandi jólahátíð. Þann 20. desember næstkomandi munu Íslandsvinirnir í Ratatat spila á tónleikum á Broadway sem skipulagðir eru af Jóni Jónssyni ehf. Ratatat hafa áður komið fram á Iceland Airwaves og vöktu þar mikla kátínu meðal viðstaddra.

Rafrænu rokksveitina Ratatat skipa þeir Mike Stroud og Evan Mast. Þeirra leiðir rákust saman þegar þeir stunduðu báðir nám við Skidmore listaháskólann í New York og gáfu fyrst út tónlist saman undir nafninu Cherry árið 2001. Heimatökin hafa yfirleitt verið hæg hjá sveitinni þar sem fyrsta breiðskífa þeirra félaga var tekin upp heima hjá Evan í gegnum kjöltutölvuna hans. Fyrsta smáskífan af henni er slagarinn "Seventeen Years" og var gefin út af útgáfufyrirtæki bróður Evan, Audio Dregs. Smáskífan barst til XL Recordings sem hefur á sínum snærum tónlistarmenn á borð við Devendra Banhart, Radiohead, Beck, Prodigy, White Stripes, Sigur Rós o.fl. Útgáfan hreifst svo af Ratatat að hún bauð þeim plötusamning og hefur hún gefið út breiðskífurnar þrjár sem sveitin hefur gefið út.

Margar nafntogaðar sveitir og tónlistarmenn hafa fengið Ratatat til að "túra" með sér og má þar nefna listamenn á borð við Björk, Franz Ferdinand, Interpol, Daftpunk, CSS, The Killers, Super Furry Animals o.fl.

Eins og allir aðrir alvöru tónlistarmenn þá eru Ratatat eftirsóttir endurhljóðblandarar og hafa þeir nostrað við lög ólíkra tónlistarmanna á borð við Kanye West, Missy Elliot, The Knife, Dizzee Rascal og Television Personalities.

18 ára aldurstakmark.
ATH netsölu er nú lokið, miðasala og afhending miða verður við inngang frá klukkan 23.30.
Húsið opnar kl. 23.30
Miðaverð við hurð: 3.500 kr