Hjaltalín

Um viðburðinn

Upphitun fyrir Hróarskeldu með Hjaltalín og Rás 2.

Laugardaginn 27. júní ætla Hjaltalín og Rás 2 að slá upp ærlegri veislu á Nasa í tilefni þess að Hróarskelduhátíð er rétt handan við hornið, en Hjaltalín mun einmitt spila á hátíðinni fimmtudaginn 2. júlí á Pavilion-sviðinu. Hjaltalín mun hins vegar ekki vera ein um fjörið þetta ágæta laugardagskvöld á Nasa því í upphafi kvöldsins verður sýnd sérstök kvikmynd um Hróarskelduhátíðina auk þess sem hljómsveitin Sin Fang Bous mun sjá um upphitun og Gísli Galdur sér síðan um að halda stuðinu gangandi.

300 fyrstu gestir tónleikanna fá happdrættismiða og mun einn þeirra vinna flug og miða fyrir tvo á sjálfa hátíðina.

Hjaltalín þarf vart að kynna en undanfarið hefur sveitin verið upptekin við tónleikahald erlendis en tónleikarnir á Nasa verða þeir fyrstu sem sveitin heldur hérlendis á árinu, ef frá eru taldir kammertónleikar sveitarinnar á nýlokinni Listahátíð í Reykjavík sem fengu m.a. fimm stjörnur í Morgunblaðinu. Á þeim tónleikum frumflutti Hjaltalín nokkur ný lög en nýtt efni verður einnig fyrirferðamikið á Nasa í bland við eldri slagara. Fá tónleikagestir því formsmekkinn af annarri plötu Hjaltalín sem er væntanleg í haust.

Öllu verður tjaldað til á tónleikunum enda eru hinir 7 meðlimir Hjaltalín þyrstir í spila frá sér allt vit á sínum heimavelli.

Húsið opnar klukkan 21. Allir þeir sem eiga miða á Hróarskeldu fá hins vegar frítt á tónleikana og þurfa þeir að sýna staðfestingu við hurð á tónleikadag.

20 ára aldurstakmark.