Fuglabúrið 3

Um viðburðinn

Tímaritið Reykjavík Grapevine og Félag Tónskálda og Textahöfunda (FTT) kynna:
Fuglabúrið #3: Bubbi & Hafdís Huld.

Næstu tónleikar fara miðvikudaginn 5. Ágúst n.k. kl 21:00 á Rósenberg við Klapparstíg.

Þar munu leiða saman hesta sína Hafdís Huld og Bubbi. Þau munu flytja sitt hvort tónleikaprógrammið og spila svo nokkur lög saman.

Hafdís Huld
Hafdís Huld skaust fyrst fram á sjónarsviðið á 10 áratugnum sem söngkona Gus Gus, þá nýfermd. Eftir að hún sagði skilið við Gus Gus fluttist hún til Stóra-Bretlands og lagði þar stund á nám í upptöku- og tónsmíðum. Fyrsta plata hennar “Dirty Paper Cup” kom síðan út árið 2006 og fékk hlýjar og góðar viðtökur hérlendis sem erlendis. Nýjasta smáskífan frá Hafdísi; Könguló hefur fengið aldeilis frábærar viðtökur hérlendis, og vermir margan vinsældarlistan hér á klakanum.

Bubbi
Bubbi hefur verið órjúfanlegur hluti af íslensku tónlistarlandslagi frá því fyrsta plata hans Ísbjarnarblús, kom út árið 1980.