Fjallabræður 2009

Um viðburðinn

Fjallabræður kynna með stolti: Útgáfutónleikar Fjallabræðra í Háskólabíói Sunnudagskvöldið 29. nóvember kl 21:00

Fjallabræður hinn vestfirski karlakór hefur verið áberandi upp á síðkastið og hafa þeir verið duglegir við tónleikahald á meðan þeir hafa unnið hörðum höndum að sinni fyrstu stóru plötu sem er samnefnd kórnum. Áætluð útgáfa plötunnar er 20. nóvember og svo verður blásið til veglegra útgáfutónleika í Háskólabíó Sunnudagskvöldið 29. nóvember, Fjallabræður eru 40 manna karlakór og með þeim er 6 manna rokksveit sem sér um undirleikinn og er óhætt að segja að þarna sé á ferðinni eitthver kraftmesta "hljómsveit" landsins og þó víða væri leitað. Mikið verður lagt úr því að gera þessa tónleika sem glæsilegasta og jafnframt heimilislega. Eins og áður segir hafa bræðurnir verið duglegir við tónleikahald og eftirspurn eftir þeim verið mikill og hefur þeim tekist að heilla fólk víðsvegar fyrir einlæga og kraftmikla frammistöðu.

Einsöngvarar eru Magnús Þór Sigmundsson og Guðmundur Björn Hagalínsson bóndi frá Ingjaldssandi í Önundarfirði. Kórstjóri og hljómsveitarstjóri er Halldór Gunnar Pálsson