Emilíana Torrini

Um viðburðinn

Emilíana Torrini telur í númer þrjú!

Fyrir stuttu tilkynnti tónlistarkonan Emilíana Torrini um tónleika með hljómsveit sinni í Háskólabíói 20. febrúar.  Á tónleikana seldist upp á augabragði og var öðrum bætt við þann 19. febrúar sem seldust einnig upp á augabragði.

Vegna þessa mikla áhuga ætlar Emilíana að telja í tónleika númer 3 í Háskólabíói sunnudagskvöldið 21. febrúar sem eru væntanlega góð tíðindi fyrir fjölmarga aðdáendur hennar sem náðu ekki að tryggja sér miða á hina tónleikana.

Emilíana hefur átt mikilli velgegni að fagna á árinu og þá sérstaklega í Evrópu þarsem þriðja plata hennar 'Me and Armini' hefur selst afskaplega vel.

Áður en Emilíana kemur hingað til tónleikahalds mun hún halda í tónleikaferð um Ástralíu og Japan yfir jól og áramót og spila á tónlistarhátíðum í Dortmund og Prag svo e-ð sé nefnt.

Forsala á tónleika Emilíönu Torrini í Háskólabíói sunnudagskveldið 21. febrúar hefst á midi.is og afgreiðslustöðu midi.is þriðjudaginn 8. desember kl. 10:00

Aðgöngumiðaverð í forsölu er 4.900.- kr. og er um númeruð sæti að ræða í Háskólabíói.