Ólöf Arnalds2

Um viðburðinn

Ólöf Arnalds heldur tónleika í Norræna Húsinu þriðjudaginn 29.júní næstkomandi, þá fyrstu sem hún hefur haldið hér á landi í þónokkurn tíma.

Nýrrar plötu Ólafar, "Innundir skinni" er beðið með mikilli eftirvæntingu en hún kemur út á vegum One Little Indian útgáfunnar í september. Tónleikarnir í Norræna Húsina marka þó útgáfu fyrstu smáskífu plötunnnar, samnefndri henni en smáskífan inniheldur einnig lagið "Close My Eyes" eftir bandaríska tónlistarmanninn Arthur Russell. Á tónleikunum verður einnig frumflutt myndbandsverk sem listamaðurinn Ásdís Sif Gunnarsóttir hefur gert við lagið "Innundir skinni"

Tónleikarnir í Norræna Húsinu hefjast kl. 21:00 en húsið opnar kl. 20:00. Um upphitun sér Adda og er miðaverð 1.500 kr.