Sólstafir

Um viðburðinn

Hljómplatan Svartir Sandar flutt í heild sinni með gestahljóðfæraleikurum.

Rokkhljómsveitin Sólstafir sendi frá sér plötuna Svartir Sandar á haustmánuðum síðasta árs. Platan hefur fengið einróma lof gagnrýnenda, náð inn á metsölulista á Íslandi og Finnlandi, verið á fjölda lista yfir bestu rokkplötur ársins 2011 erlendis, og valin besta íslenska platan árið 2011 af Morgunblaðinu.

Svartir Sandar er metnaðarfullt verk, tvöföld hljómplata, sem er hlaðin grípandi og mögnuðu andrúmslofti.

Þann 9. febrúar munu Sólstafir, í fyrsta og þetta eina skipti, flytja plötuna í heild sinni - frá upphafi til enda.