Rauðasandur Festival 2012

Um viðburðinn

Rauðasandur Festival er lítil tónlistarhátíð  sem nú er haldin í annað sinn í náttúruperlunni Rauðasandi á Vestfjörðum. Umhverfið er sláandi fagurt á þessum afvikna stað og er tónlistin í takt við það. Lögð er áhersla á country, folk, blues og reggae tónlist.

Meðal listamanna sem koma fram í ár eru Lay Low, Prinspóló, Snorri Helgason, Ylja og fleiri.

Yoga á sandinum, gönguferðir á söguslóðir, sandkastalakeppnir og bátsferðir eru dæmi um aðrar uppákomur á hátíðinni.

Rauðasandur Festival er haldin á bóndabænum Melanesi, þar sem nýlega er hafin uppbygging á ferðaþjónustu. Tjaldsvæði og öll aðstaða er til fyrirmyndar og ótrúlegar náttúruperlur og sögufrægir staðir eru innan göngufæris.

Innifalin í miðaverði er gisting á tjaldsvæði í tvær nætur. Armbönd verða afhent á staðnum gegn framvísun kvittunar frá midi.is.

Aðeins 18 ára og eldri mega kaupa miða, en allir undir 18 ára eru velkomnir í fylgd með foreldrum. Frítt inn fyrir 14 ára og yngri í fylgd með foreldrum.