Síðasti sjens 2012

Um viðburðinn

Síðasti Sjens 2012 í Vodafonehöllinni 30. desember
Húsið opnar kl. 20 og tónleikarnir byrja kl. 21
Retro Stefson og Hermigervill

Hin árlega skemmtun Síðasti Sjens fer fram í Vodafonehöllinni við Hlíðarenda 30. desember nk. Þar munu leiða saman hesta sína Retro Stefson og Hermigervill og er manifestó kvöldsins hjá báðum að ekki verði þurr þráður á kroppi gesta sökum stuðs og fjörs!

Húsið opnar kl. 20 og gleðin hefst kl. 21 stundvíslega og lýkur við lok fyrsta tímans á síðasta degi ársins. Þetta er tækifæri fyrir þá sem vilja koma sér í gott áramótastuð auk þess sem þarna mun gefast kostur á að hrista af sér mesta jólaspikið. Miðasala hefst á midi.is fimmtudaginn 15. nóvember nk. Sérstakt forsöluverð er 2.500 kr. sem er lygilegt verð fyrir jafn stórkostlega skemmtun og Síðasta Sjens! 

Athugið – takmarkað magn miða á séstöku forsöluverði!

Retro Stefson gaf út fyrir stuttu sína 3. hljómplötu og ber hún nafn sveitarinnar. Viðtökurnar hafa verið frábærar og eru smáskífurnar Glow og Qween meðal vinsælustu laga ársins 2012. Hljómsveitin undirbýr sig af kappi fyrir tónleikaferðalag á nýju ári enda hefur hróður hennar sem frábærrar tónleikasveitar borist víða.

Hermigervill er kominn heim eftir nokkur ár ytra í víking. Hann hefur farið víða með endurgerðir sínar á þekktum dægurperlum íslenskrar tónlistarsögu fyrr og nú auk þess að eiga eftirminnilega “klúbbahittara”. Hitinn í húsinu verður án efa óbærilegur þegar Hermigervill hefur lokið sér af!