Reykjavík Folk Festival 2013

Um viðburðinn

Þjóðlagatónlistarhátíðin Reykjavík Folk Festival verður haldin í Gym og Tónik salnum í Kex Hostel við Skúlagötu dagana 7.- 9. mars 2013. Dagskrá hátíðarinnar er ætlað að blanda saman þjóðlagatónlistarmönnum og -hljómsveitum sem tóku sín fyrstu skref í svokallaðri fyrstu bylgju þjóðlagatónlistarinnar um og upp úr 1970 við þá nýju bylgju ungra tónlistarmanna sem gefið hafa út tónlist á síðustu árum undir miklum áhrifum af þjóðlagatónlist. Hátíðin fer fram í notalegum húsakynnum Kex Hostels og verður ekkert til sparað við að skapa ógleymalega tónlistarveislu fyrir alla unnendur þjóðlagatónlistar.

Meðal þeirra tónlistarmanna sem koma fram á hátíðinni í ár eru; Pétur Ben, Valgeir Guðjónsson, Ylja, Þokkabót, Árstíðir, Snorri Helgason, Benni Hemm Hemm, Ólöf Arnalds, Puzzle Muteson (UK), Magnús og Jóhann ásamt hinni nýstofnuðu Þjóðlagasveit Höfuðborgarsvæðisins en meðlimir hennar eru þjóðlagareynsluboltarnir Ágúst Atlason, Björn Thoroddssen, Gunnar Þórðarson, Helgi Pétursson og Magnús R. Einarsson. Enn á eftir að tilkynna fleiri tónlistarmenn sem koma munu fram á hátíðinni.

Forsala á hátíðina er á midi.is og kostar armband sem veitir aðgang að öllum þrem kvöldunum einungis 7.999 kr. í forsölu.

18 ára aldurstakmark.