Daniel Johnston

Um viðburðinn

Tónlistamaðurinn heitir Daniel Johnston og er bandarískur frá Austin Texas, hann spilar afar fallega Indie tónlist með ljúfsárum tekstum. Daniel er líka með geðsjúdóm og er einskonara outsider listamaður og um hann var gerð afar falleg heimildarmynd sem vann til verðlauna á flestum stærstu kvikmyndahátíðum heims árið 2005 sem besta heimildarmyndi. Hér er smá brot úr þeirri mynd. Stefnt er að sýningum á henni í Bíóparadís, nánar auglýst síðar.

Umfangið verður þannig að Daniel flytur tvö sett, fyrst einn með gítar eða píanó og svo með hljómsveit.

Dæmi um tónleika Daniel má sjá hér í Union Chapel kirkjunni og hér með hljómsveit svipað og við munum setja þetta upp, en með viðeigandi hljóðakerfi og uppsetningu. Semsagt fallegir og einstakir tónleikar með afar einstökum listamanni, sem hann er þarsem hann er ekki aðeins tónlistarmaður heldur líka myndlistarmaður og ekki síður frægur sem slíkur.

Árni Vilhjálms úr sveitinni FM Belfast hitar upp á tónleikunum með nýtt sólóefni sitt, en Árni hefur einmitt fengið mikinn innblástur frá Daniel Johnston.