Best of Jethro Tull

Um viðburðinn

Best of Jethro Tull
Jethro Tull Ian Anderson með tvenna stórtónleika á Íslandi í júní

Bandið mun bjóða aðdáendum upp á dagskrá sem nær yfir 45 ára feril sveitarinnar og kallast einfaldlega „Best of Jethro Tull.“ Á meðal laga sem flutt verða eru Aqualung, Locomotive Breath, Bouree, Budapest, Living in the Past og fleiri perlur. Tónleikar verða í Hofi á Akureyri 7. júní og í Eldborgarsal Hörpu í Reykjavík 9. júní.

Eins og margir muna þá hélt Jethro Tull Ian Anderson tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu í júní í fyrra, þar sem færri komust að en vildu. Þá var flutt tímamótaverkið Thick As A Brick, en Ian Anderson hefur undanfarið ár haldið ótal tónleika þar sem TAAB plöturnar eru fluttar í heild sinni og sveitin er þegar bókuð langt fram á næsta ár. Hljómsveitin mun hvíla sig að mestu frá því verki á þessum tónleikum og einbeita sér að öðrum gullmolum Jethro Tull.

Misstu ekki af stórkostlegri kvöldstund með einstökum listamönnum, frábærri tónlist og magnaðri upplifun! Anderson er mikill sögumaður og mun nota tímann á milli laga til að spjalla við gesti og segja skemmtilegar sögur í tengslum við lögin og segja frá ýmsu af öllum ferli hljómsveitarinnar.
Unnur Birna Björnsdóttir, fiðluleikari frá Akureyri, mun koma fram á tónleikunum með hljómsveitinni í Hofi og leika nokkur lög.

Aðdáendur eiga mikila tónlistarveislu í vændum. Það verður einstök upplifun að sjá band af þessari stærðargráðu spila í okkar frábæra tónleikasal Hamraborg í Hofi.