Neil Young and Crazy Horse

Um viðburðinn

ATP Iceland kynnir með miklu stolti risatónleika NEIL YOUNG & CRAZY HORSE í Laugardalshöll mánudaginn 7. júlí 2014.

"Sumir segja að maður eigi aldrei að gefast upp á draumum sínum. Við erum búin að reyna þetta síðan að ATP hóf göngu sína fyrir 15 árum og nú loksins rætast æskudraumar mínir þar sem við getum nú staðfest að Neil Young & Crazy Horse spila á Íslandi í sumar." sagði Barry Hogan stofnandi ATP þegar tilkynnt var um tónleika sveitarinnar á Íslandi. 

Neil Young er fyrir löngu orðin ein stærsta goðsögn rokksögunnar. Þann 7. júlí fá Íslendingar loksins tækifæri til að berja goðið augum á tónleikum ásamt hljómsveit hans Crazy Horse sem er þekkt fyrir að vera frábær á sviði. Neil Young & Crazy Horse eru Neil Young, Billy Talbot, Ralph Molina og Poncho Sampredo. 

Það eru tvenns konar miðar í boði á Neil Young & Crazy Horse í Laugardalshöllinni: Svæði A (í stæði nær sviðinu og í stúku) og svæði B (fjær sviðinu).

Miðaverð:
A svæði: 17.900 kr.
B svæði: 14.900 kr. (UPPSELT)

Einnig er boðið upp á vikupassa sem gilda á Neil Young & Crazy Horse og ATP Iceland-hátíðina 10.-12. júlí. Vikupassi felur í sér:

Neil Young & Crazy Horse tónleika 7. júlí í Laugardalshöll
ATP Label Night 8. júlí í Hljómahöll
Ólafur Arnalds í Hljómahöll 9. júlí
ATP Iceland helgarpassi 10.-12. júlí á Ásbrú (Portishead, Interpol, Kurt Vile & Violators, Devendra Banhart, Mogwai, Swans, Fuck Buttons & margir fleiri)

Verð:
ATP vikupassi (ATP Iceland + Neil Young & Crazy Horse Svæði A): 31.900 kr.
ATP vikupassi (ATP Iceland + Neil Young & Crazy Horse Svæði B): 28.900 kr. (UPPSELT)