Justin Timberlake

Um viðburðinn

JUSTIN TIMBERLAKE Í KÓRNUM 

Nú styttist í þessa risatónleika og því við hæfi að koma ýmsum upplýsingum til tónleikagesta á framfæri:

- Ókeypis í Strætó á höfuðborgarsvæðinu frá kl 14. gegn framvísun tónleikamiða.

- Inn í Kórahverfi eru tvenn bílastæði: Á svæði Spretts, eingöngu fyrir bíla með 4 eða fleirri farþega og Urðarhvarf og svæðið þar fyrir ofan. Auk þess eru 3.000 bílastæði við Smáralind. Frá öllum þessum stæðum verða ókeypis sætaferðir að húsinu frá kl. 16 á tónleikadag.

- Ennfremur er hægt að leggja við Fífuna og ganga þaðan að bílastæðum Smáralindar til að ná sér í far að húsinu.

- Bílastæði verður fyrir hreyfihamlaða alveg við Kórinn. Sérstakt pláss fyrir hjólastóla aftast í stúkunni.

- Ekkert aldurstakmark. Áfengi eingöngu selt á svæðum lokuðum öllum innan 20 ára. Hægt að kaupa óáfenga drykki, pizzur, samlokur og ferska safa víða um húsið.

- Allir eru hvattir til að sækja miðana sína áður en tónleikadagur rennur upp til að forðast biðraðir, í verslanir Brims eða í afgreiðslu Miði.is að Skaftahlíð 24.

- Opið verður á skrifstofum Miði.is allan tónleikadag og síminn þar er: 540-9800. Tapaður miði er týnt fé; ekki er hægt að ógilda týnda miða og því er ekki hægt að prenta út nýja miða fyrir þá sem týna sínu miðum.

Dagskrá dagsins:

16.00   Sætaferðir hefjast og lokanir í Kórahverfi taka gildi
18.00   Húsið opnar
19.30   Gus Gus
20.15   DJ Freestyle Steve
21.00   Justin Timberlake

Nánari upplýsingar um tónleikadaginn

Nánari upplýsingar um lokanir í Kórahverfi