Secret Solstice Festival 2015

Um viðburðinn

Secret Solstice 2015

19-21 Júní í Laugardalnum í Reykjavík

 
Fyrsta listamannatilkynning er kominn! 

Meðal þeirra sem voru tilkynntir voru Erol Alkan, Moodymann, 
Route 94, Daniel Avery, Detroit Swindle, KiNK (live) og Klose One. Hægt er að 
nálgast alla tilkynninguna á www.secretsolstice.is.

Secret Solstice hátíðin verður haldin hátíðlega í annað sinn 19-21 júní 2015. 

Hátíðin var haldinn í fyrsta skipti 2014 við einróma lof gesta, fréttamiðla og 
gagnrýnenda. 

Á miðasölusíðunni er hægt að kaupa 3 tegundir passa:

3-daga passa á hátíðina: 
Mjög takmarkað magn forsölumiða er eftir á 15.900 kr.

3-daga V.I.P passa á hátíðina: 
V.I.P passar á hátíðina eru á 29.900 kr.

Með V.I.P miðanum færðu:
1. Dagskrá hátíðarinnar við inngang.
2. Forgang í miðaröðum, tokensölum og veitingasölum.
3. Aðgang að V.I.P börum á hátíðarsvæðinu.
4. Afslátt af þjónustu og vörum hjá samstarfsaðilum hátíðarinnar.

3-daga aðgang að tjaldstæði: 
3-Daga aðgangur á tjaldstæði er á 9.000 kr. 
Leyfilegt er að tjalda frá 18.júní til 22.júní 2015.

Í heild munu yfir 150 tónlistarmenn og hljómsveitir koma fram á hátíðinni og 
vægt til orða tekið verður um sannkallaða veislu fyrir augu og eyru að ræða.

Frekari upplýsingar um hátíðina má nálgast hér til hliðar.