Rae Sremmurd

Um viðburðinn

Skemmtilegustu tónleikar ársins eru handan við hornið. Snillingarnir í RAE SREMMURD eru á leið til Íslands, beint úr heimstúr með Nicki Minaj og ætla að trylla landann í Höllinni á fimmtudag í næstu viku.
 
Rae Sremmurd slá í gegn hvert sem þeir fara og eru einstaklega líflegir og skemmtilegir á tónleikum. Með þeim kemur fram einkar glæsilegt úrval af íslenskum listamönnum auk Pell, sem er ungur og upprennandi rappari. Óhætt er að lofa ógleymanlegum tónlistarviðburði, fimmtudaginn 27. ágúst í Höllinni.
 
Dagskrá kvöldsins er eftirfarandi:
 
19.00 - Húsið opnar
19.30 - Hermigervill DJ
20.00 - Hr Hnetusmjör + Frikki Dór
20.20 - Retro Stefson
20.40 - Gísli Pálmi
21.00 - Pell
21.30 - RAE SREMMURD
22.30 - Áætluð lok

Birt með fyrirvara um breytingar.


Sem sagt, heil tónlistarhátíð á einu kvöldi. Góða skemmtun!

Vinsamlegast athugið

Ekkert aldurstakmark verður á tónleikana.