Innipúkinn 2015

Um viðburðinn

Innipúkinn 2015 - 3 daga hátíð í höfuðborginni um verslunarmannahelgina.

"ATHUGIÐ! Ef aðgöngumiðar á hátíðina eða einstök kvöld eru uppseldir hér á midi.is þá skal það tekið fram að miðasala fer einnig fram við hurð á Húrra og Gauknum á meðan húsrúm leyfir."


Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin í höfuðborginni um verslunarmannahelgina í ár, eins og hefð er fyrir. Innipúkinn 2015 mun teygja sig yfir þrjá daga og fer fram föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld, eða dagana 31. júlí til 2. ágúst. Hátíðin í ár fer fram á kunnuglegum slóðum og sömu stöðum og í fyrra, eða samtímis á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum sem liggja báðir við Naustin í Kvosinni.

Armband á hátíðinna gildir alla helgina bæði á Húrra og Gaukinn og þau má nálgast á Gauknum frá og með föstudeginum. Einnig er hægt að kaupa miða inn á stök kvöld.

Dagskrá hátíðarinnar í ár er sérstaklega glæsileg!

Föstudagur
JFM & Amaba Dama, Maus, Retro Stefson, Úlfur Úlfur, Vaginaboys, Milkywhale, Ylja, Benny Crespo's Gang, Snjólaug Lúðvíksdóttir (stand-up) 

Laugardagur
Sudden Weather Change, Gísli Pálmi, Steed Lord, Sin Fang, Vök, Sturla Atlas, Introbeats, Muck, Andri Ívars (stand-up)

Sunnudagur
Dikta, Mammút, M-Band, Sóley, Teitur Magnússon, Fm Belfast (dj set), Samúel Jón Samúelsson Big Band, Tilbury, Babies, Bylgja Babýlóns (stand-up)

Fylgist með fréttum af dagskránni á heimasíðu Innipúkans og Facebook