Mezzoforte

Um viðburðinn

Mezzoforte 40 ára. Einstakur tímamótaviðburður.

Fram koma allir stofnmeðlimirnir fjórir, Eyþór Gunnarsson, Friðrik Karlsson, Gulli Briem og Jóhann Ásmundsson, ásamt fríðum flokki valinna gesta, þ.m.t. saxófónleikurunum  Jonas Wall, Óskari Guðjónssyni og Kristni Svavarssyni, (blásara Garden Party), gítarleikaranum Bruno Mueller og slagverksleiaranum Thomas Dyani auk blásarasveitar og bakradda. 

Sérstakur gestur frá Bretlandi er hinn góðkunni söngvari Noel McCalla.