Drangey Music Festival

Um viðburðinn

Jónas Sig. og ritvélar framtíðarinnar, Mugison, Contalgen Funeral, Amabadama og Emmsjé Gauti

Stærstu nöfnin í íslenskri tónlist í Skagafirði laugardagskvöldið 24. júní. 

Tónlistarhátíðin Drangey Music Festival fer fram á Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði laugardaginn 24. júní.  Þetta verður í þriðja skiptið sem hátíðin fer fram og í þetta skiptið verður engu til sparað og rjóminn af vinsælusta tónlistarfólki landsins mun koma þar fram.

Allar aðstæður eru á Reykjum til að búa til góða skemmtun, veitingasala, tjaldstæði með snyrtingum og svo er bæði hægt að taka sér baði í Grettislaug og sigla með Drangeyjarferðum út í Drangey!

Tryggðu þér ódýrari miða í forsölu – takmarkaður miðafjöldi!