Reykjavíkurdætur

Um viðburðinn

Reykjavíkurdætur hafa heldur betur farið um víðann völl síðan þær heimsóttu Græna hattinn síðast undir lok síðasta árs. Á árinu sem senn er að líða lögðu þær land undir fót og komu fram á Hróarskeldu hátíðinni í Danmörku, Fib Benicassim á Spáni, Trans Musicales í Frakklandi auk þess sem að þær héldu í tónleikaferð til London, Noregs og Belgíu. Í júlí gáfu þær út sína fyrstu breiðskífu, RVKDTR og fylgdu henni eftir með risa útgáfutónleikum á hinum rómaða reykvíska tónleikastað NASA. Nú er komið að því að þær heimsæki Norðurlandið á nýjan leik. Dæturnar hafa aldrei verið þéttari og má því búast við heljarinnar showi sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Vinsamlegast athugið

18 ára aldurstakmark er á viðburðinn.