Rokkkór Íslands

Um viðburðinn

Rokkkór Íslands býður upp á "sing along" kvöld í Austurbæ laugardaginn 4.febrúar kl.21:30.

Er þetta alveg ný tegund tónleika forms hér á landi þar sem textar verða birtir á skjáum svo áhorfendur geti tekið virkann þátt í tónleikunum. Allir mega syngja með ýmsum þekktum lögum frá áttunda áratugnum (70´s) sem hljómsveitir eins og Deep Purple, Led Zeppelin, Kiss, Meatloaf, Uriah Heep, Kansas, Janis Joplin, Patti Smith, Queen, Tina Turner, Pink Floyd o.fl. hafa gert vinsæl. Þetta verður mögnuð kvöldskemmtun fyrir fólk sem hefur gaman af því að syngja :)

Stórskota hljómsveit verður með á sviðinu en á gítar spila Friðrik Karlsson (Mezzoforte) og Davíð Sigurgeirsson (Dalton bræður), Eiður Arnarsson (Todmobile) verður á bassa, Pálmi Sigurhjartarson (Sniglabandið) leikur á hljómborð, Fúsi Óttars (Bara flokkurinn) sér um trommurnar, Þorbergur Ólafsson verður með slagverkið og Matthías V. Baldursson stjórnar fjöldasöngnum og kórnum af sinni alkunnu snilld. Hljóðmaður verður Hrannar Kristjánsson.

Einsöngvarar tónleikanna eru allt meðlimir úr kórnum, en það eru: Áslaug Helga, Georg Alexander, Íris Kristinsdóttir, Tinna Marína, Sísí Ástþórsdóttir, Katrín Hildur, Tómas Guðmundsson, Ragna Hjartar, Atli Ágústsson og Andri Hrannar.

Rokkkór Íslands er rúmlega eins árs gamall og fer heldur óhefðbundnari leiðir en gengur og gerist í kórsöng. Kórinn skipar um 40 söngvara sem flestir eiga það sameiginlegt að hafa mikla reynslu í popp-, rokk- og dægurlagasöng. Útkoman er kraftmikill og algjörlega einstakur hljómur sem er klárlega nýr sinnar tegundar hér á landi og eitthvað sem vert er að kíkja á.