„Soul’d out“ – Harold Burr

Um viðburðinn

Í tilefni af því að febrúarmánuður er jafnan tileinkaður sögu blökkumanna í Bandaríkjunum býður Harold E.Burr til kvöldstundar þar sem hann fer yfir sögu sálartónlistar í tali og tónum. Harold hefur búið á Íslandi undanfarin ár, en var á yngri árum meðlimur í hljómsveitinni Platters.

Meðal ómissandi atriða í slíkri sögu er framlag Marvins Gaye, „Heard it Through the Grapevine“, „Try a Little Tenderness,“ sem Otis Redding flutti svo eftirminnilega og fleiri perlur bandarískrar sálartólistar. Harold Burr mun ferðast með gesti um fortíð og nútíð í gegnum tónlistina, og lofar því að laða fram bæði hlátur og grátur, en umfram allt tilfinningar, þar sem flutningurinn er fullur af sál. Kvöldstundin höfðar til bæði ungra og aldraðra, kvenna og karla.