Schubert Ljóðasöngvar

Um viðburðinn

Oddur Jónsson hefur hlotið fjölda viðurkenninga í alþjóðlegum ljóðakeppnum. Hann fékk Schubertverðlaunin og verðlaun sem besti ljóða- og óratóríu flytjandinn í Francesc Viñas keppninnni í Barcelona. Hann sigraði Brahms-keppnina í Pörtschach í Austurríki og hlaut þriðju verðlaun í Schubert keppninni í Dortmund, Þýskalandi. 

Somi Kim frá S- Kóreu, sem alin er upp á Nýja - Sjálandi og býr nú og starfar í London hefur hlotað fjölmörg verðlaun, t.d. The Gerald Moore Award for Accompanists, AESS Patricia Routledge National English Song Accompanist Prize, Bromgrove International Musicians Competition Accompanist Prize, Vivian Langrish Memorial Trust Prize og Thomas Art of Song Accompanist Prize. 

Oddur Jónsson, barítón og Somi Kim, píanisti flytja Schubert ljóð. Á dagskránni eru ljóð Heine úr Schwanengesang, Gesänge des Harfners úr Wilhelm Meister eftir Goethe og valin Schubert ljóð.

Einstök upplifun á ljóðakvöldi í mikilli nálægð við afburða listamenn, en leikið er á hinn glæsilega Bösendorfer flygil Hallgrímskirkju.

ATHUGIÐ TAKMARKAÐ SÆTAFRAMBOÐ