Undankeppni HM 2018

Um viðburðinn

UNDANKEPPNI HM 2018
ÍSLAND - Kósóvó

Strákarnir okkar mæta Kósóvó í lokaleiknum í baráttunni um sæti á HM 2018. Leikurinn fer fram þann 9. október á Laugardalsvelli og viljum við fá troðfullar stúkur þar sem ALLIR styðja af krafti við bakið á íslenska liðinu.

Leikurinn fer fram mánudaginn 9. október kl. 18:45 en fyrir leik verður stuðningsmannasvæði fyrir utan Laugardalsvöll með allskonar afþreyingu fyrir unga sem aldna. Stuðningsmannasvæðið verður opið frá klukkan 16:45.

Það má búast við miklum áhuga á leikinn en selst hefur upp á skömmum tíma á landsleikjum strákanna okkar.

Miðasalan opnar þann 12. september klukkan 12:00.